Á fundi stjórnar KSÍ þann 11. október sl. samþykkti stjórn KSÍ fyrirkomulag félagaskiptaglugga (félagaskiptatímabila) fyrir keppnistímabilið 2024. Líkt og árið 2023 þá verður gluggum misjafnlega hagað á milli þeirra deilda sem leikmannssamningar (professional) eru heimilir gagnvart þeim deildum sem aðeins áhugaleikmenn (amateur) spila.
Eftirfarandi fyrirkomulag félagaskiptaglugga var samþykkt fyrir árið 2024:
Besta deild karla, Besta deild kvenna, Lengjudeild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla
Fyrri gluggi (12 vikur): 1. febrúar til 24. apríl 2024
Sumargluggi (4 vikur): 17. júlí til 13. ágúst 2024
Sérstakur sumargluggi í 2. deild karla og 1. deild kvenna (2 vikur): 17. júlí til 31. júlí 2024
2. deild kvenna, 3. deild karla, 4. deild karla, 5. deild karla og Utandeild karla (ef við á)
Félagaskiptagluggi: 1. febrúar til 31. júlí 2024
Félagaskiptagluggi yngri flokka loki 31. júlí 2024
(Félagaskiptagluggi opni aftur við lok mótahalds KSÍ í yngri aldursflokkum sama ár).