AC Milan íhugar að reyna að fá Arda Guler frá Real Madrid ef marka má spænska miðla.
Hinn 18 ára gamli Guler þykir mikið efni en hann gekk í raðir Real Madrid í sumar.
Miklar vonir eru bundnar við hann en hann hefur hins vegar meiðst í tvígang það sem af er.
Milan er sagt skoða það að nýta sér þessa erfiðleika til að kaupa hann og er félagið til í að borga þær 20 milljónir evra sem Real Madrid greiddi Fenerbahce fyrir Tyrkjann í sumar.
Þetta er þó líklegast ansi langsótt og er Real Madrid eflaust til í að sýna Guler meiri þolinmæði þrátt fyrir erfið meiðsli.