FK Haugesund hefur ráðið Óskar Hrafn Þorvaldsson til starfa hjá félaginu. Skrifar hann undir þriggja ára samning sem tekur gildi 1 nóvember.
Þessi 49 ára gamli þjálfari lét af störfum hjá Breiðablik fyrir rúmri viku síðan.
„Ég fékk mjög góða mynd af því sem Haugeund vill gera eftir samtal við aðila hérna,“ segir Óskar Hrafn.
„Ég sé mikla möguleika hérna og það var því auðvelt að taka ákvörðun þegar tilboðið kom.“
Óskar var þjálfari Breiðabliks í fjögur ár og varð Íslandsmeistari einu sinni, hann kom svo liðinu í riðlakeppni í Evrópu en var látin hætta störfum eftir síðasta leik í deildinni.
Kjartan Kári Halldórsson er leikmaður Haugesund en hann var á láni hjá FH í sumar.