Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, gæti verið í enn meira veseni eftir mynd sem birtist á samskiptamiðla um helgina.
Sancho sást þar á skemmtistað ásamt syni Mike Tyson, fyrrum bardagamanns, en þeir skemmtu sér saman í London.
Sancho er úti í kuldanum þessa stundina en Erik ten Hag, stjóri Man Utd, virðist hafa litla trú á vængmanninum.
Þessi 23 ára gamli leikmaður virtist skemmta sér konunglega þetta kvöld samkvæmt the Sun og er líklegt að áfengi hafi spilað hlutverk.
Sancho var ekki valinn í leikmannahóp enska landsliðsins fyrir undankeppni EM þar sem hann fær ekkert að spila með sínu félagsliði.
Það eru góðar líkur á að Ten Hag sé ekki sáttur með vinnubrögð Sancho en eina mynd af honum á djamminu má sjá hér.
🚨 Jadon Sancho was seen at Cirque Le Soir, a London burlesque club, with Mike Tyson’s son.
(📸 @TheSun ) pic.twitter.com/dfT9xp3Ak2
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) October 14, 2023