Landslið Spánar er með plan um hvernig á að stöðva framherjann Erling Haaland fyrir leik í undankeppni EM í kvöld.
Spánverjar mæta þá markavélinni Haaland í riðlakeppninni en Haaland er leikmaður Noregs og Manchester City.
Um er að ræða einn besta framherja heims ef ekki þann besta en Unai Simon, markmaður Spánar, veit hvernig liðið getur komið í veg fyrir mörk í kvöld.
,,Við sjáum öll hversu hættulegur Haaland er í boxinu, það er sjáanlegt í hverjum einasta leik,“ sagði Simon.
,,Allir boltar sem hann snertir gætu endað með marki, það skiptir ekki máli hvort það sé há sending eða ekki, hann er fæddur markaskorari.“
,,Við ætlum að reyna að halda honum frá teignum eins mikið og hægt er, eins langt frá okkar marki og mögulegt er. Þegar hann er nálægt teignum þá sjáum við til þess að hann fái ekki boltann.“