Írland U17 1 – 3 Ísland U17
1-0 Kiera Sena
1-1 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
1-2 Hrefna Jónsdóttir
1-3 Thelma Karen Pálmadóttir
Íslenska U17 kvennalandsliðið fer áfram í næstu umferð eftir leik gegn Írlandi sem fór fram í dag.
Ísland leikur í undankeppni fyrir næsta EM og vann flottan sigur á Írum með þremur mörkum gegn einu.
Stelpurnar voru marki undir í hálfleik en sneru taflinu við í þeim seinni og skoruðu þrjú á heimaliðið.
Um var að ræða annan leik Íslands í undanriðlinum en sá fyrsti var gegn Póllandi og tapaðist sú viðureign.