Miðjumaðurinn Casemiro er meiddur á ökkla og gæti verið frá í einhvern tíma samkvæmt nýjustu fregnum.
Um er að ræða 31 árs gamlan miðjumann sem enska stórliðið treystir mikið á fyrir komandi verkefni.
Casemiro meiddist er Brasilía spilaði við Venesúela í undankeppni HM en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Þegar um 10 mínútur voru eftir var Casemiro tekinn af velli og er útlit fyrir að meiðslin gætu verið alvarleg.
Það er búist við að miðjumaðurinn verði fjarverandi er Brasilía spilar við Úrúgvæ þann 18. október næstkomandi.