Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var ósáttur með marga stuðningsmenn landsliðsins í gær.
Margir Englendingar ákváðu að baula á miðjumanninn Jordan Henderson er hann gekk af velli í 1-0 sigri á Austurríki.
Henderson hefur verið gagnrýndur fyrir ákvörðun sína í sumar en hann samdi þá við Al-Ettifaq í Sádi Arabíu eftir langa dvöl hjá Liverpool.
Henderson er þar klárlega að elta peningana en hann er talinn fá 700 þúsund pund á viku í Sádi.
,,Ég skil ekkert í þessu, þetta er leikmaður sem er með held ég 79 landsleiki fyrir England,“ sagði Southgate.
,,Hann hefur verið svo trúr landsliðinu, það er magnað. Hann hefur verið mikilvægur innan sem utan vallar.“
,,Sumir ákváðu að baula á hann en ég skil bara ekki af hverju.“