Fjöldi lögfræðinga í Íran krefst þess að Cristiano Ronaldo fái 99 svipuhögg fyrir framhjáhald, næst þegar hann heimsækir landið.
Ástæðan er sú að Ronaldo faðmaði málara frá Íran þegar hann heimsótti landið í september með Al-Nassr á dögunum.
Í Íran líta þeir á það sem framhjáhald en Ronaldo er í sambandi við Georginu Rodriguez.
Fatima Hamim, listmálari frá Íran hafði málað myndir af Ronaldo og heimsótti hann.
Hann tók utan um hana og lét smella mynd af þeim, fyrir þetta vilja lögmenn í Íran refsa honum með 99 svipuhöggum.
Myndin er hér að neðan.