Newcastle hefur framlengt samning Dan Burn og gildir hann nú til 2025.
Burn, sem er 31 árs gamall, gekk í raðir Newcastle frá Brighton í janúar í fyrra og hefur reynst þeim góður þjónn.
Hefur varnarmaðurinn verið hluti af miklum uppgangi liðsins sem hafnaði í Meistaradeildarsæti í vor.
Burn hefur alls spilað 70 leiki fyrir Newcastle.
✍️ #NUFC are delighted to announce that Dan Burn has agreed a new contract that will keep him at St. James' Park until 2025!
Congratulations, Dan! ⚫️⚪️
— Newcastle United FC (@NUFC) October 13, 2023