Jack Wilshere gæti verið að landa sína fyrstu starfi sem aðalþjálfari aðeins 31 árs gamall.
The Athletic segir frá því að Colorado Rapids í MLS deildinni vilji fá hann til starfa.
Wilshere var mikið efni sem leikmaður en meiðsli settu stórt strik í reikning hans.
Hann hefur undanfarið starfað sem þjálfari unglingaliða Arsenal og er sagður hafa mikið fram að færa þar.
Eigendur Colorado Rapids eru sömu eigendur og eiga Arsenal og hafa þeir nú þegar rætt við Wilshere sem er sagður klár í að taka þetta skref.