Sádí Arabía hefur lagt inn formlegt tilboð til að halda Heimsmeistaramótið 2034 í knattspyrnu.
Þjóðir hafa út október til að leggja fram tilboð en ekkert formlegt hefur komið fram.
Nú er það hins vegar til umræðu að Indónesía og Ástralía bjóði saman í það að halda mótið.
Malasía og Singapúr hafa lýst yfir áhuga á því að taka þátt í boðinu en líklegast er að mótið endi í Sádí Arabíu.
Sádarnir vilja ólmir koma sér almennilega á kortið en ekki er útilokað að þjóð frá Evrópu vilji taka þátt í útboðinu.