Stephen Warnock fyrrum varnarmaður Liverpool sig telur sig vita hvaða leikmann Liverpool á að kaupa til að fylla skarð Mohamed Salah.
Al-Ittihad frá Sádí Arabíu reyndi að kaupa Salah í sumar og talið er að tilboð frá Sádí komi aftur næsta sumar.
Salah er 31 árs gamall en Al-Ittihad er talið hafa boðið 175 milljónir punda í Salah í sumar.
„Ég hef sagt þetta sama um Suarez og Coutinho, það er hægt að fylla þeirra skarð og það er hægt með Salah líka,“ segir Warnock.
„Það er verulega erfitt að hafna því ef svipað tilboð kemur í Salah næsta sumar.“
Warnock telur að Khvicha Kvaratskhelia leikmaður Napoli sé hinn fullkomni arftaki fyrir Salah.
„Þú verður að finna arftaka og ég held að Kvaratskhelia sé frábær í það. Hann er ungur og með mikla hæfileika. Hann spilar vinstra megin en gæti hann ekki verið hægra megin?.“