Victor Lindelöf varnarmaður Manchester United og Maja Lindelöf eiginkona hans sitja fyrir á forsíðu Vouge í Skandinavíu.
Myndirnar af þeim hafa vakið gríðarlega athygli en Victor fer meðal annars úr að ofan í blaðinu.
Ensk blöð hafa lengi vel haldið því fram að Maja sé kynþokkafyllsta eiginkona knattspyrnumanns í heimi. Hún hannar meðal annars föt í Svíþjóð, heimalandi þeirra.
Victor og Maja hafa búið undanfarin ár í Manchester og munu líklega gera það áfram þar sem Manchester United ræðir við hann um nýjan samning.