Marko Vardic er genginn til liðs ÍA frá Grindavík. Hann skrifar undir til næstu tveggja ára.
Um er að ræða 28 ára gamlan miðjumann frá Slóveníu en hann getur einnig spilað í miðverði.
Vardic var frábær fyrir Grindavík sem olli nokkrum vonbrigðum í Lengjudeildinni í sumar og mun án efa reynast ÍA mikill styrkur.
ÍA verður nýliði í Bestu deild karla á næsta ári eftir að hafa unnið Lengjudeildina í ár.
Marko Vardic hefur skrifað undir samning við ÍA út leiktíðina 2025 🤝
Marko Vardic er 28 ára gamall Slóvenskur miðjumaður sem getur einnig spilað í miðverði ⚽
Marko spilaði 30 leiki fyrir Grindavík síðasta tímabil og skoraði 4 mörk. Hann var kjörinn besti leikmaður Grindavíkur… pic.twitter.com/xE2midMOyE
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) October 11, 2023