Jude Bellingham hafnaði því að ganga í raðir Manchester City í sumar ef marka má stjórnarmann Real Madrid.
Miðjumaðurinn fór frá Dortmund til Real Madrid í sumar og er búinn að fara gjörsamlega á kostum í spænsku höfuðborginni.
Bellingham var eftirsóttur í sumar en vildi sjálfur alltaf fara til Real Madrid.
„Fólk frá Manchester City sagði okkur að það hafi verið að tala við Bellingham. Þau sögðu að faðir hans hafði gefið þeim smá von en Jude sagði nei. Hann vildi spila fyrir Real Madrid,“ segir stjórnarmaðurinn Jose Manuel Otero.
„Þetta gerist með marga leikmenn. Þegar það opnast möguleiki á að spila fyrir Real Madrid hætta þeir að hugsa um allt annað. Madríd er besta leiðin að árangri.“