Juan Luca Sacchi dómari á Ítalíu er á leið í bann og fær ekki að dæma leiki á næstunni, ástæðan er sú að hann neitaði að taka í höndina á kvenmanni.
Francesca Di Mont var aðstoðardómari hjá Sacchi í leik gegn Lecces og Sassuolo á föstudag.
Um var að ræða leik í ítölsku úrvalsdeildinni en Sacchi vildi ekki taka í höndina á Di Mont fyrir leik.
Eru yfirvöld í fótboltanum á Ítalíu verulega ósátt með þessa hegðun og ætla að setja Sacchi í bann.
Atvikið má sjá hér að neðan.
🚨 Juan Luca Sacchi va a ser sancionado con un partido tras "negarse a dar la mano a su asistente Francesca Di Monte" antes del Lecce – Sassuolo del viernes.
['ANSA'] pic.twitter.com/kIiUJJXNlW
— Fútbol Italiano 🇮🇹 (@FT_Italiano) October 8, 2023