Romelu Lukaku er búinn að fara afar vel af stað í búningi Roma á Ítalíu en þangað kom hann á láni frá Chelsea í sumar. Þrátt fyrir það ætlar enska félagið sér að losa hann endanlega næsta sumar.
Lukaku var keyptur til Chelsea á hátt í 100 milljónir punda frá Inter sumarið 2021 en ári seinna var hann lánaður til ítalska liðsins á ný þar sem lítið hafði gengið upp í London.
Það var ljóst í sumar að framherjinn var ekki í áætlunum Chelsea og var hann því lánaður til Roma.
Þar hefur Lukaku þegar skorað sjö mörk og heillað mikið.
Chelsea ætlar sér þó að selja hann næsta sumar og miðað við nýjustu fréttir hefur félagið þegar sett á hann 37 milljóna punda verðmiða.
🚨🇧🇪 Understand Chelsea have already fixed an exit fee for Romelu Lukaku in summer 2024 — and it’s around £37m.
There’s an agreement to make Romelu available for that fee next year.
Lukaku, doing great on loan to Roma as he scored 7 goals.
🎥 More: https://t.co/KbOZbou5Bn pic.twitter.com/X5lKwccb1E
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 9, 2023