Það eru ekki allir sem eru jafn hreinskilnir og fyrrum undrabarnið sem margir kannast við, Julian Draxler.
Draxler færði sig til Katar í sumarglugganum en hann hafði fyrir það spilað fyrir Paris Saint-Germain í sex ár.
Fjölmargir leikmenn eru að færa sig erlendis til bæði Katar og Sádi Arabíu og viðurkennir Draxler að peningarnir hafi spilað stærsta hlutverkið.
,,Fyrst og fremst horfi ég fallega til baka á tíma minn í Frakklandi, ég kom árið 2017 sem ungur maður og yfirgef landið sem fjölskyldumaður sem hefur séð allan heiminn,“ sagði Draxler.
,,Fólk spyr mig, sérstaklega í Þýskalandi, af hverju ég sé að fara til Katar í dag og ekki í Bundesliguna eða aðra Evrópudeild.“
,,Það var bara ekki hæg að ná samkomulagi og ég var ekki sannfærður um annað skref í Evrópu.“
,,Auðvitað spila peningarnir stórt hlutverk. Það væri lygi ef ég myndi segja að peningarnir hafi ekki ráðið ferðinni.“