Miðjumaðurinn öflugi Bruno Guimaraes er ekki á förum frá Newcastle í bráð og hefur krotað undir nýjan samning.
Guimaraes hefur verið sterklega orðaður við brottför undanfarna mánuði en stórlið í Evrópu sýndu honum áhuga í sumar.
Nú hefur Guimaraes skrifað undir langtíma samning við Newcastle og er með kaupákvæði upp á 100 milljónir punda.
Ljóst er að Guimaraes er ekki á förum bráðlega en Newcastle vann PSG 4-1 í Meistaradeildinni í vikunni og er svo sannarlega á mikilli uppleið.
Guimaraes hafði aldrei áhuga á að fara í sumar að eigin sögn en hann er á afar góðum launum á Englandi.