Romelu Lukaku hefur byrjað tímabilið mjög vel með Roma og skoraði tvö mörk í kvöld er liðið mætti Cagliari.
Um var að ræða skyldusigur fyrir Jose Mourinho sem hefði fengið sparkið ef Roma hefði tapað.
Cagliari er á botni deildarinnar og var Roma ekki í vandræðum og hafði betur sannfærandi, 4-1.
Lazio vann þá Atalanta í fjörugum leik og Fiorentina gerði sér lítið fyrir og sigraði meistara Napoli á útivelli.
Cagliari 1 – 4 Roma
0-1 Houssem Aouar
0-2 Romelu Lukaku
0-3 Andrea Belotti
0-4 Romelu Lukaku
1-4 Nahitan Nandez(víti)
Lazio 3 – 2 Atalanta
1-0 Charles De Ketelaere(sjálfsmark)
2-0 Valentin Castellanos
2-1 Ederson
2-2 Sead Kolasinac
3-2 Matias Vecino
Napoli 1 – 3 Fiorentina
0-1 Josip Brekalo
1-1 Victor Osimhen(víti)
1-2 Giacomo Bonaventura
1-3 Nicolas Gonzalez