Það fóru fram hörkuleikir í ensku úrvalsdeildinni nú klukkan eitt en þeim lauk öllum með jafntefli.
Liverpool heimsótti Brighton í fjörugri viðureign þar sem Mohamed Salah gerði tvö mörk fyrir þá rauðklæddu.
Liverpool gerði ekki nóg til að vinna leikinn en Lewis Dunk sá um að tryggja Brighton eitt stig í dag.
Mohammed Kudus var hetja West Ham sem tók á móti Newcastle en þeim leik lauk einnig með 2-2 jafntefli.
Kudus kom til West Ham í sumar og tryggði stig þegar örfáar mínútur voru til leiksloka.
Wolves og West Ham áttust þá við og þar voru tvö mörk skoruð í öðrum jafnteflisleik.?
Brighton 2 – 2 Liverpool
1-0 Simon Adingra(’20)
1-1 Mo Salah(’40)
1-2 Mo Salah(’45, víti)
2-2 Lewis Dunk(’78)
West Ham 2 – 2 Newcastle
1-0 Tomas Soucek(‘8)
1-1 Alexander Isak(’57)
1-2 Alexander Isak(’62)
2-2 Mohammed Kudus(’89)
Wolves 1 – 1 Aston Villa
1-0 Hee-Chan Hwang(’53)
1-1 Pau Torres(’55)