Bayern Munchen er ekki að hallast að því semja aftur við varnarmanninn Jerome Boateng sem lék með liðinu í tíu ár.
Það eru ekki nýjar fréttir að Boateng sé orðaður við Bayern en hann er 35 ára gamall og spilar sem hafsent.
Boateng hefur verið að æfa með Bayern undanfarna daga og er mjög ólíklegt að hann fái samning á sínum gamla vinnustað.
Sky í Þýskalandi greinir frá en segir einnig að það sé möguleiki á að Bayern bíði þar til í janúar með að taka ákvörðun.
Boateng er án félags þessa stundina en hann var síðast hjá Lyon í Frakklandi.
Stuðningsmenn Bayern vilja ekki sjá Boateng aftur hjá félaginu en hann var ákærður fyrir heimilisofbeldi fyrir ekki svo löngu.
Margir hafa hótað því að mæta ekki á leik Bayern gegn Freiburg á morgun ef ákvörðun verður ekki tekin fyrir upphafsflautið.