Olivier Giroud fór í markið gegn Genoa í kvöld í leik sem var spilaður í Serie A á Ítalíu.
Giroud er framherji AC Milan en Mike Maignan, markmaður Milan, fékk beint rautt spjald í uppbótartíma.
Giroud fór í hanskana og bjargaði marki í blálokin og fékk frábær viðbrögð frá sínum liðsfélögum.
Albert Guðmundsson lék með Genoa í leiknum en honum lauk með 1-0 sigri Milan.
I can’t stop watching Oliver Giroud’s save LMAOOO pic.twitter.com/Ktqv4z122L
— 🦅 (@nemaccer) October 7, 2023