Lionel Messi hefur nokkuð óvænt verið valinn í leikmannahóp Argentínu fyrir komandi verkefni.
Messi hefur misst af síðustu fjórum leikjum Inter Miami vegna meiðsla og er ekki talinn vera klár í slaginn.
Messi hefur ekki verið til taks undanfarnar vikur en Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari, ákvað samt sem áður að velja hann.
Margir eru undrandi á af hverju Messi sé í hópnum en hann vann HM með liðinu undir lok síðasta árs.
Stuðningsmenn Inter Miami eru alls ekki sáttir með ákvörðunina og vilja sjá sinn mann heilan heilsu sem fyrst.
Um er að ræða leiki í undankeppni HM en talið er ólíklegt að Messi muni spila mínútur í viðureignum Argentínu.