Goðsögnin Alessandro Del Piero gæti verið að snúa aftur í boltann en mun í þetta sinn starfa á bakvið tjöldin.
Del Piero er einn besti leikmaður Ítala frá upphafi að margra mati en hann lagði skóna á hilluna árið 2015.
Síðan þá hefur Del Piero aðeins starfað sem sparkspekingur í sjónvarpi og hefur ekki reynt fyrir sér í þjálfun.
Þessi 48 ára gamli Ítali er nú í viðræðum við Al-Nassr í Sádi Arabíu um að gerast nýr yfirmaður knattspyrnumála félagsins.
Del Piero og Cristiano Ronaldo gætu því unnið saman hjá Al-Nassr en Ronaldo er enn leikmaður og er stærsta stjarna liðsins.
Del Piero er tilbúinn að taka að sér nýrri áskorun og ku vera vel opinn fyrir því að starfa í Sádi fyrir Al-Nassr.