Það eru ekki margir sem eru óvinsælli í Bretlandi þessa stundina en fyrrum knattspyrnumaðurinn og þjálfari, Kevin Keegan.
Keegan lét afskaplega umdeild ummæli falla á dögunum er hann tjáði sig um konur sem starfa í sjónvarpi og fjalla til að mynda um leiki enska landsliðsins.
Keegan telur að það sé allt annað að spila kvennafótbolta en karlafótbolta og að skoðanir þeirra hafi oft ekki mikla þýðingu.
Um er að ræða 72 ára gamlan mann sem starfar á bakvið tjöldin í dag og er með sinn eigin hlaðvarpsþátt þar sem ummælin litu dagsins ljós.
,,Ég er ekki svo hrifinn af þessu, ég verð að vera hreinskilinn en það eru margir sem eru ekki á sama máli,“ sagði Keegan.
,,Ég vil ekki hlusta á kvenmenn tala um enska landsliðið því þær upplifa ekki það sama og við verum. Það er vandamál fyrir mig.“
,,Þessir sparkspekingar sem við erum með í dag, sumar af þessum stelpum standa sig vel, þær eru margar betri en strákarnir sem er gott.“
,,Ef ég sé fyrrum landsliðskonu Englands tjá sig um landsleik karlalandslið Englands gegn Skotlandi og hún segir að einhver hafi átt að gera þetta eða hitt, íþróttin er ekki sú sama.“