Arnór Sigurðsson átti stórleik fyrir lið Blackburn sem mætti QPR í ensku Championship-deildinni í dag.
Arnór fékk að spila hálftíma í dag og missti þar af tækifæri til að skora þrennu fyrir sitt nýja lið.
Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði tvö í 4-0 sigri en eftir seinna markið var hann um leið tekinn af velli.
Þetta voru þrjú mikilvæg stig fyrir Blackburn sem er í 17. sæti deildarinnar nú með 13 stig eftir 17 leiki.
Það er enn von um umspilsæti ef liðið hrekkur í gang en Blackburn er fimm stigum frá sjötta sætinu þessa stundina.