Andy Carroll hafði í raun aldrei áhuga á því að ganga í raðir Liverpool árið 2011 fyrir 35 milljónir punda.
Carroll greinir sjálfur frá þessu en hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar hjá félaginu eftir komu frá Newcastle.
Englendingurinn var fenginn til að taka við af Fernando Torres sem var seldur til Chelsea í sama glugga.
Carroll segir að hlutirnir hafi gerst mjög hratt og áttaði sig fljótt á því að hans vilji væri ekki að færa sig til Liverpool borgar.
,,Um leið og Liverpool kom með þetta ótrúlega tilboð á gluggadeginum, ég var allt í einu staddur í þyrlu og áttaði mig ekki á af hverju,“ sagði Carroll.
,,Ég var meiddur á þessum tíma og vonaðist eftir því að standast ekki læknisskoðun.“