Helena Seger unnusta Zlatan Ibrahimovic neitaði því að giftast honum þegar hann fór á skeljarnar, Zlatan segir það í góðu en að Helena fái ekki annað tækifæri.
Fyrir nokkrum árum fór Zlatan á skeljarnar og vildi gifta sig en Helena vildi ekki sjá það
Hefur parið verið saman um langt skeið en Helena telur sig ekki þurfa að giftast til að sanna ástina.
„Þetta er allt í góðu lagi, hún fékk meiri virðingu frá mér. Ég þarf ekki alltaf að vinna,“ segir Zlatan um málið.
„Hún fær ekki annað tækifæri, en hún fékk tvo stráka frá mér sem er stærra en að vera giftur.“
Zlatan segir hvernig Helena útskýrði málið. „Hún sagði mér að hún þyrfti ekki að gifta sig til að sanna að við værum saman, við eigum tvo stráka.“