Forsíða á blaði í Valencia teiknar Vinicius Jr upp sem lygara eftir að hann sakaði stuðningsmenn Valencia um rasisma á síðustu leiktíð.
Vinicius Jr mætti í réttarsal á dögunum þar sem þrír stuðningsmenn Valencia eru sagðir bera ábyrgð á kynþáttaníðinu.
Forsíða blaðsins segir að Vinicius Jr hafi ekki orðið fyrir neinu kynþáttaníði og saka hann um lygar.
Vinicius Jr var rekinn út af í leiknum fyrir hegðun sína en spjaldið var tekið til baka og Valencia sektað um 40 þúsund pund og hluta af heimavelli Valencia var lokað.
Vinicius Jr hefur ítrekað orðið fyrir kynþáttaníði á Spáni en forsíða blaðsins er hér að neðan.