Síðasti þáttur tímabilsins er kominn út og en að þessu sinni mættust lið Víkings og Fylkis í æsispennandi viðureign. Fyrir hönd Víkings mættu þau Lilja Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðaherra og Birnir Snær Ingason leikmaður Víkings. Fyrir hönd Fylkis voru það Albert Ingason fyrrum leikmaður Fylkis og núverandi sérfræðingur í Stúkunni og Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis.
Lilja Alfreðsdóttir fór á kostum í þættinum og rakaði inn stigum fyrir Víking í fótboltahluta þáttarins. Eins og fyrr segir var viðureignin æsispennandi og réðust úrslitin á síðustu spyrnu þáttarins.