Gabriela Cavallin fyrrum unnusta Antony er á leið til Bretlands og mun ræða við lögregluna í Manchester vegna ásakana á hendur Antony.
Cavallin sakar Antony um gróft heimilisofbeldi og hefur Antony þurft að svara til saka hjá lögreglunni í Manchester og í Brasilíu.
Antony var í síðustu viku yfirheyrður af lögreglunni í Manchester, segir í enskum blöðum í dag að hann hafi verið þar grillaður í fimm tíma.
Antony fór í tímabundið leyfi frá störfum hjá United en er mættur aftur og byrjaður að spila.
Cavalin hefur lagt fram kæru í Brasilíu og sakar Antony um ítrekað heimilisofbeldi þar sem hann á að hafa skallað hana, skellt á puttana hennar og fleira.