Sérfræðingar í Hollandi telja ágætis líkur á því að Erik ten Hag gæti tekið við aftur sem þjálfari Ajax, hollenska félagið er í vandræðum.
Ten Hag er einnig í vandræðum og fari gengi Manchester United ekki að batna gæti hann orðið atvinnulaus.
Ten Hag er á sínu öðru tímabili með United og gerði vel með Ajax áður en hann tók við.
„Ef Ten Hag verður rekinn, væri nokkuð galið hjá Ajax að sækja hann aftur?,“ segir Kenneth Perez fyrrum framherji félagsins.
„Manchester United er þekkt fyrir það að hlutirnir verða oft erfiðir þar.“
Willem Vissers sem ræddi við hann og er blaðamaður segir. „Þetta er bara ekki að ganga, hann verður ekki þjálfari þarna mikið lengur.“