Kate Abdo er ein vinsælasta sjónvarpskona í heimi en hún starfar fyrir CBS í Bandaríkjunum og stýrir öllum stærstu íþróttaviðburðum sem stöðin er með.
Abdo var mætt til Newcastle í gær þar sem hún varð vitni að merkilegum sigri heimamanna á stjörnuprýddu liði PSG.
Fyrir leik sagði Abdo frá því að hún hefði sem ung kona í Bretlandi starfað hjá Greggs sem er lágvöruverslun í Bretlandi.
Búðin er þekkt fyrir að selja hádegismat til verkafólks og var Abdo að segja frá því þegar stjórnandi útsendingarinnar birti mynd af henni í vinnufatnaði Greggs.
Augljóst var að myndin var samsett. „Brjóstin mín hafa aldrei verið svona stór,“ sagði Abdo og skellihló
Jamie Carragher sem var með henni á vellinum sagði að líklega hefði hún borðað eins of mikið af því sem var í boði hjá Greggs.
Umræðan er kostuleg og hana má sjá hér að neðan.
„YOU USED TO WORK FOR GREGGS?!“@Kate_abdo reveals her previous career to @Pschmeichel1, @carra23, @micahrichards and @AnitaNnekaJones. 👀 pic.twitter.com/cLiQtDAhsi
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) October 4, 2023