Sparkspekingurinn umdeildi Richard Keys hefur miklar áhyggjur af því sem er í gangi hjá Manchester United.
United hefur farið skelfilega af stað á leiktíðinni. Liðið tapaði síðasta leik í Meistaradeildinni gegn Galatasaray og þar áður tapaði liðið í ensku úrvalsdeildinni gegn Crystal Palace.
„Það er ljóst að Erik ten Hag er búinn að tapa klefanum með því að þykjast vera harður og að kenna þeim alltaf upp,“ segir Keys.
Mikil pressa er á Ten Hag en Keys segir einnig við leikmenn að sakast.
„Casmeiro, Christian Eriksen, Raphael Varane og Sofyan Amrabat geta ekki hlaupið og markvörðurinn (Andre Onana) er veikur hlekkur. Bruno Fernandes vill ekki taka hlaupin og það er stórt vandamál. Hann er enginn fyrirliði.“