Real Madrid er nú á eftir Sverra Nypan, 16 ára gömlum norskum leikmanni.
Um er að ræða afar spennandi miðjumann sem getur einnig spilað frammi. Hann er þegar kominn inn í aðallið Rosenborg sem er stórlið í Noregi.
Á þessari leiktíð hefur Nypan skorað 3 mörk í 17 leikjum í norsku úrvalsdeildinni.
Í kjölfarið er mikill áhugi annars staðar frá og er Real Madrid eitt af þeim félögum sem hafa áhuga.
Þó hafa félög á borð við Arsenal, Barcelona og Manchester City einnig verið nefnd til sögunnar.