Knattspyrnufélagið Valur og Patrick Pedersen hafa framlengt samning sinn um 2 ár.
Patrick sem kom fyrst að láni frá danska félaginu Vendsyssel FF 2013 til Vals sló strax í gegn á Hlíðarenda og skömmu síðar var gengið frá endanlegum félagsskiptum.
Viking frá Noregi keypti Patrick frá Val en Valur fékk hann tilbaka og lék hann með félaginu allt þar til hann var seldur til Sheriff í Moldavíu en það reyndist stutt stopp því aftur kom hann á Hlíðarenda enda einn vinælasti leikmaður félagsins frá upphafi.
Hann á 224 leiki með Val og hefur skorað í þeim 139 mörk þar af eru 99 mörk í efstu deild í 161 leik.