Brighton hefur orðið fyrir áfalli en bakvörðurinn Pervis Estupinan verður frá í nokkurn tíma vegna meiðsla.
Estupinan er afar öflugur og lykilmaður í liði Roberto De Zerbi.
Kappinn meiddist í 6-1 tapi gegn Aston Villa um síðustu helgi og fyrir leikinn gegn Marseille í Evrópudeildinni í kvöld sagði De Zerbi að hann yrði frá í um það bil mánuð.“
„Hann er meiddur og getur ekki spilað í langan tíma. Þetta verður svona mánuður,“ sagði De Zerbi.