Enska blaðið Mirror segir líkur á því að Erik ten Hag fari að henda Marcus Rashford á bekkinn, hann hefur ekki byrjað tímabilið vel.
Rashford sem var skærasta stjarna United á síðustu leiktíð hefur ekki fundið taktinn í ár.
Rashford fékk nýjan fimm ára samning í sumar og er í dag launahæsti leikmaður liðsins, það hefur ekki skilað sér innan vallar.
Mirror segist hafa heimildarmenn í þjálfarateymi United sem hafi miklar áhyggjur af stöðu Rashford, líkamstjáning hans sé slæm og sjálfstraustið ekkert.
Rashford átti slakan dag í tapi gegn Galatasaray í vikunni en United hefur byrjað tímabilið ömurlega.