Franskir fjölmiðlar hakka í sig stjörnuprýtt lið PSG sem fékk á baukinn í Meistaradeild Evrópu í gær. L’Equipe tekur Kylian Mbappe sérstaklega fyrir og segir að hann hafi ekki verið til staðar.
Það var sturluð stemming á heimavelli Newcastle þegar stórstjörnur PSG komu í heimsókn. Newcastle var betra frá fyrstu mínútu og það skilaði sér í marki frá Miguel Almiron eftir sautján mínútna leik.
Dan Burn kom Newcastle í 2-0 áður en Sean Longstaff kom heimamönnum í 3-0. Ótrúleg staða og stemmingin á vellinum var hreint ótrúleg.
Lucas Hernandez lagaði stöðuna fyrir PSG en nær komust gestirnir ekki. Það var svo í uppbótartíma sem Fabian Schar tryggði Newcastle ótrúlegan 4-1 sigur.
Hér að neðan má sjá einkunnir L’Equipe úr leiknum.