Carolina Stramare er orðin ansi vinsæl á samfélagsmiðlum en hún er kærasta Dusan Vlahovic, stjörnuframherja Juventus á Ítalíu.
Hin 24 ára gamla Stramare og Vlahovic hafa verið saman síðan í fyrra og fer vel á með þeim.
Stramare er fyrrum ungfrú Ítalía en hún hlaut titilinn 2019.
Þá er hún orðin ansi vinsæl á samfélagsmiðlum en hún er með hálfa milljón fylgjenda á Instagram.
Stramare birti myndasyrpu á dögunum sem hefur vakið gríðarlega athygli. Hana má sjá hér neðar.
Margir hafa líkt Stramare við leikkonuna Megan Fox undnafarið. Dæmi hver fyrir sig.