Endalok Wayne Rooney sem þjálfara DC United virðast nálgast eftir erfitt tímabil þar sem lítið hefur gengið upp. DC tapaði 3-0 gegn Austin í MLS deildinni í nótt.
Tapið varð til þess að draumur DC United um að komast í úrslitakeppnina er nánast úr sögunni.
Rooney tók við DC United fyrir síðustu leiktíð og náði ágætis spretti en hefur ekki tekist að halda það út.
Samningur hans við félagið er að renna út og er ekki búist við því að forráðamenn félagsins bjóði honum nýjan samning.
Rooney hefur verið orðaður við lið á Englandi en hann stýrði áður Derby þar í landi með fínum árangri við mjög erfiðar aðstæður.