Todd Boehly eigandi Chelsea er alltaf til í að kaupa unga og efnilega leikmenn og nú vill félagið kaupa Julian Hall, 15 ára leikmann New York Red Bulls.
Hall spilaði sinn fyrsat leik fyrir Red Bulls í MLS deildinni um helgina.
Fjöldi liða hefur áhuga á Hall en Chelsea er farið að keyra hratt á málið og vill festa kaup á Hall.
Manchester United, Manchester City, Real Madrid og FC Bayern hafa öll verið að skoða það að festa kaup á Hall sem er mikið efni.
Chelsea hefur fylgst með Hall síðustu mánuði en hann vakti athygli félagsins þegar U15 ára lið Red Bulls mætti Chelsea í apríl.
Chelsea vill fá hann til reynslu hjá félaginu á næstunni áður en hann verður 16 ára gamall.