Breiðablik tók á móti Zorya Luhansk í fyrsta heimaleik íslensks karlaliðs í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á Laugardalsvelli.
Blikar höfðu tapað fyrsta leik riðilsins gegn Maccabi Tel Aviv 3-2 en sýndu þar flotta frammistöðu.
Leikurinn í dag var nokkuð jafn en einar mark hans gerði Igor Gorbach fyrir Zorya á 35. mínútu.
Blikar reyndu hvað þeir gátu að finna jöfnunarmark en allt kom fyrir ekki.
Breiðablik er án stiga í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Gent er á toppnum með 4 stig, sem og Zorya sem er í öðru sæti. Þar á eftir kemur Maccabi með 3 stig.
Sjö leikir voru spilaðir í Sambandsdeildinni á sama tíma. Hákon Arnar Haraldsson spilaði til að mynda allan leikinn fyrir Lille sem missteig sig heldur betur í Færeyjum og gerði markalaust jafntefli við KÍ Klaksvík.
KÍ Klaksvík 0-0 Lille
Ljubljana 0-1 Slovan Bratislava
Breiðablik 0-1 Zorya Luhansk
Gent 2-0 Maccabi Tel Aviv
Balkani 2-0 Dinamo Zagreb
Astana 1-2 Viktoria Plzen
Besiktas 2-3 Lugano
Bodo/Glimt 0-1 Club Brugge