Margir stuðningsmenn Arsenal tóku andköf þegar Bukayo Saka fór meiddur af velli í leik liðsins gegn Lens í Meistaradeild Evrópu í gær.
Ástæðan er nokkuð einföld og tölfræðin sannar það að Arsenal mun líklega sakna Saka, sem er einn besti leikmaður enska boltans.
Arsenal tapaði leiknum óvænt 2-1 en Saka, sem er algjör lykilmaður, fór meiddur af velli þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks.
„Hann reyndi að sparka í boltann með hælnum í fyrri hálfleik og fann eitthvað. Það var vöðvatengt. Honum leið óþægilega og við þurftum að taka hann af velli,“ sagði Mikel Arteta stjóri Arsenal eftir leik.
Arsenal mætir Manchester City í stórleik á sunnudag en stuðningsmenn Skyttanna óttast að vera án Saka þar.
„Við vitum ekki meira. Þetta var nógu mikið til að við tækjum hann af velli og það er áhyggjuefni,“ sagði Arteta í gær.