Richard Keys sérfræðingur Bein Sport í fótbolta segir að eitt stærsta vandamál Manchester United sé að margir leikmenn liðsins geti hreinlega ekki hlaupið.
Hann segir of marga hæga leikmenn vera í United liðinu sem kosti liðið ansi mikið á köflum.
Manchester United fór illa að ráði sínu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær á Old Trafford. Rasmus Hojlund kom þeim yfir á 17. mínútu áður en Wilfried Zaha jafnaði fyrir Gala. Hojlund skoraði svo á ný áður en Tyrkirnir sneru taflinu sér í vil og fóru með óvæntan 2-3 sigur af hólmi.
„Casemiro, Eriksen, Varane og Amrabat geta ekki hlaupið og markvörðurinn er til algjöra vandræða,“ segir Keys um stöðu mála.
„Bruno Fernandes nennir svo oft ekki að. hlaupa, það er stórt vandamál. Hann er enginn fyrirliði.“
Keys segir einnig að augljóst sé að Ten Hag hafi tapað klefanum og sé í tómu tjóni með liðið.