Liverpool tapaði á grátlegan hátt fyrir Tottenham, 2-1, þar sem liðið missti tvo menn af velli með rautt spjald. Þá var fullkomlega löglegt mark dæmt af Liverpool vegna hörmulegra mistaka í VAR herberginu.
Stuðningsmenn Liverpool hér á landi, eins og reyndar víðast hvar, höfðu engan húmor fyrir þessu en Mikael hvetur menn til að anda rólega.
„Þeir þurfa náttúrulega bara hjálp margir hverjir. Ég hef aldrei séð svona,“ sagði hann í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.
„Tottenham var allt í einu orðinn ógeðslegur klúbbur sem mátti rotna í helvíti, blablabla. Það er ótrúlegt hvernig þessir menn haga sér.“
Mikael segir að um fullorðna einstaklinga sé að ræða.
„Ég er í sjokki. Þetta er einn fótboltaleikur á Englandi. Það er rosalegt hvernig þeir haga sér. Allir þessir menn sem ég eru að tala um eru á okkar aldri, ef ekki eldri.“