Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld en um var að ræða aðra umferð í riðlakeppni. Hæst bar þar magnaður sigur Newcastle á PSG á Englandi.
Sigur Newcastle var aldrei í hættu en Newcastle er óvænt á toppnum í afar sterkum riðli. Manchester City vann svo dramatískan sigyr,
Í E-riðili vann Atletico Madrid góðan sigur á Feyenoord þar sem gestirnir komust yfir með sjálfsmarki. Alvaro Morata var hins vegar í stuði og skoraði tvö mörk og Antoine Griezmann skoraði eitt í 3-2 sigr.
Í hinum leik riðilsins gerðu vann Lazio nauman og dramatískan sigur á Celtic.
F-riðill:
Það var sturluð stemming á heimavelli Newcastle þegar stórstjörnur PSG komu í heimsókn. Newcastle var betra frá fyrstu mínútu og það skilaði sér í marki frá Miguel Almiron eftir sautján mínútna leik.
Dan Burn kom Newcastle í 2-0 áður en Sean Longstaff kom heimamönnum í 3-0. Ótrúleg staða og stemmingin á vellinum var hreint ótrúleg.
Lucas Hernandez lagaði stöðuna fyrir PSG en nær komust gestirnir ekki. Það var svo í uppbótartíma sem Fabian Schar tryggði Newcastle ótrúlegan 4-1 sigur.
Í sama riðli gerðu Dortmund og AC Milan markalaust jafntefli.
Manchester City vann dramatískan sigur í Þýskalandi eftir tvö töp í röð á Englandi en liðið heimsótti RB Leipzig. Phil Foden kom City yfir en heimamenn jöfnuðu.
Það var hins vegar Julian Alvarez sem kom City yfir þegar lítið var eftir og Jeremy Doku bætti við því þriðja þegar lítið var eftir.
Í sama riðli ger Young Boys og Rauða stjarnan jafntefli.
Það var ekki mikið að frétta í H-riðili en Barcelona vann þó 0-1 sigur á Porto þar sem Ferran Torres skoraði markið. Í hinum leiknum vann Shaktar Donets sigur á Royal Antwerp