Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kallar eftir því að leikur liðsins gegn Tottenham verði spilaður aftur vegna mistaka dómaranna í leiknum.
Löglegt mark var tekið af Liverpool í leiknum en VAR dómarinn sagði að markið ætti að standa en dómari leiksins dæmdi rangsöðu.
Klopp mætti svo á blaðamannafund í dag og vill að leikurinn fari fram aftur, Liverpool tapaði leiknum.
„Ég bara trúi því ekki hvernig Liverpool hefur tekist að tapa í stríði sem þeir voru að vinna með því hvernig þeir höndla málið,“ segir Neville.
„Það voru gerð hræðileg mistök, málinu er lokið.“
„Liverpool gaf út yfirlýsingu þar sem félagið ætlaði að skoða alla kosti sína. Núna vitum við það að félagið vill endurtaka leikinn. Þvílík vitleysa.“
Mjög ólíklegt er að Jurgen Klopp verði að ósk sinni að leikurinn fari fram aftur.
🚨 @PremierLeague release official VAR audio from Luis Diaz's disallowed goal vs Tottenham.
Full statement: https://t.co/buvq5mG2q3 pic.twitter.com/a8zjGgcOCO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 3, 2023